Tryggir efnahagslegan stöðugleika

Báðar deildir Bandaríkjaþings samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins og að …
Báðar deildir Bandaríkjaþings samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins og að halda rekstri ríkisins gangandi. Obama Bandaríkjaforseti staðfesti lögin í nótt. AFP

Kínversk stjórnvöld fagna því að Bandaríkjaþing hafi komist að samkomulagi um hækkun skuldaþaksins og framlengja í lántökuheimildum bandaríska ríkisins. Kínverjar segja að samkomulagið muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslegan stöðugleika í heiminum.

„Bandaríkin eru stærsta hagkerfi heims og viðunandi lausn á þessari deilu er ekki aðeins í þeirra eigin þáug heldur stuðlar hún einnig að efnahagslegum stöðugleika og þróun,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins í dag.

„Við fögnum þeim skrefum sem hafa verið stigin til lausnar á þessari deilu,“ bætti hún við að blaðamannafundi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert