Vísuðu fimmtán ára stúlku úr landi

Franskt samfélag logar eftir að lögreglan tók fimmtán ára stúlku á skólaferðalagi á lögreglustöðina og vísað henni úr landi. Stúlkan tilheyrir róma-fólkinu sem býr víðsvegar um Evrópu og mætir oft miklum fordómum.

Stúlkan hefur verið í frönskum skóla í mörg ár en henni var vísað til Kosovo.

„Lögreglumennirnir sögðu bílstjóranum að stoppa rútuna,“ segir stúlkan. „Lögreglumennirnir tóku mig út úr rútunni og fóru með mig á lögreglustöðina. Þar tóku þeir mynd af mér og spurðu af hverju ég hefði ekki farið aftur heim til mín. Allir grétu. Ég grét í fangi kennarans míns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert