Prinsinn fékk Malölu til að springa úr hlátri

Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretlandsdrottningar fékk Malölu Yousafzai til að springa úr hlátri er hún heimsótti konungshjónin í Buckingham höll í dag.

Malala er sextán ára og er þekkt fyrir baráttu sinni fyrir menntun stúlkna í Pakistan. Talibanar skutu hana og særðu lífshættulega. Hún býr nú í Bretlandi en þar fékk hún læknisaðstoð eftir árásina.

Malala heimsótti höllina í fylgd föður síns og gaf drottningunni meðal annars eintak af ævisögu sinni, Ég er Malala.

Malala sagði Elísabetu að hún vildi að hvert barn í heiminum fengi að njóta menntunar. Það væri hennar ástríða. Hún sagði að Bretland væri þar ekki undanskilið, öll börn landsins ættu að ganga í skóla.

Filippus prins sem er orðinn 92 ára, sagði að í Bretlandi væri staðan sú að fólk vildi endilega að börn sín gengju í skóla til að losna við þau út af  heimilunum. Þetta fannst Malölu fyndið og hún hló upphátt.

Á morgun fer Malala til Edinborgar og mun þá hitta tvö skólasystkini sín frá Pakistan sem særðust einnig í skotárásinni fyrir ári síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert