Fleiri myndbrot úr öryggismyndavélum Westgate verslunarmiðstöðvarinnar í Kenía hafa nú verið birt, en á þeim má sjá viðskiptavini flýja skothríðina skelfingu lostna í von um að komast undan og bjarga lífi sínu.
Á myndskeiðinu má til að mynda sjá slasaða stúlku sem gengur á undan vopnuðum manni. Maður liggur í felum í von um að lifa af en þegar einn hryðjuverkamannanna gengur framhjá, skýtur hann óhikað á hann.
Að minnsta kosti 67 manns létust í árásinni. Talið er að hryðjuverkasamtökin Shebab beri ábyrgð á árásinni.
.