Titanic-fiðlan seld á 174 milljónir

Fiðlan var í eigu Wallace Hartley.
Fiðlan var í eigu Wallace Hartley. AFP

Fiðla sem leikið var á til að róa skelfingu lostna farþegana á meðan Titanic var að sökkva, var seld fyrri metverð á uppboði í dag. Hljóðfærið fór á 1,45 milljónir dala eða rúmlega 174 milljónir króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir minjagrip sem tengist sorgarsögu Titanic sem sökk árið 1912 í jómfrúarferð sinni yfir Atlantshafið. Um 1.500 manns fórust með skipinu, þeirra á meðal eigandi fiðlunnar, Wallace Hartley.

Fiðlan fannst á sínum tíma bundin við lík Hartleys sem stóð á einu þilfarinu og lék tónlist á meðan skipið sökk. Fiðlan var seld hjá Henry Aldridge and Son-uppboðshúsinu á Englandi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert