Beittu táragasi á stúdenta

Frá mótmælum í Kaíró fyrr í mánuðinum.
Frá mótmælum í Kaíró fyrr í mánuðinum. AFP

Lögreglan í Egyptalandi beitti táragasi á stúdenta sem mótmæltu í Kaíró í dag. Stúdentarnir mótmæltu yfirráðum hersins og hentu einhverjir þeirra grjóti í átt að lögreglunni.

Um 3.000 stúdentar söfnuðust saman og lokuðu aðalgötunni að íslamska háskólanum í borginni. þar hófust átökin við lögregluna. Blaðamaður AFP-fréttstofunnar segir að lögreglan hafi náð að tvístra hópnum. 

Sambærileg mótmæli fóru fram við Kaíró-háskóla og þar kom til átaka milli andstæðinga og stuðningsmanna forsetans fyrrverandi, Mohamed Morsi. Hann var hrakinn frá völdum af hernum í júlí og hafa mótmæli og átök ítrekað blossað upp í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert