„Í áfalli“ vegna símhlerunarmálsins

Franski forsætisráðherrann segist í áfalli eftir að hafa heyrt fregnir af því að Bandaríkjamenn hafi með leynd hlerað símtöl í Frakklandi. Frönsk stjórnvöld hafa krafist skýringa frá bandarískum ráðamönnum eftir að franska dagblaðið Le Figaro upplýsti að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi hlerað milljónir símtala í Frakklandi. Edward Snowden kemur að uppljóstrununum. 

Franski forsætisráðherrann, Jean-Marc Ayrault, segir með ólíkindum að vinaþjóð komi fram með þessum hætti. Engin réttlæting gæti fundist fyrir slíku. 

Sendiherra Frakka í Bandaríkjunum hefur verið boðaður á fund franska utanríkisráðherrans hið snarasta. 

Meðal þess sem kom fram í Le Figaro í dag er að NSA hakkaði sig inn í tölvupóst Felipe Calderon, fyrrverandi forseta Mexíkó.

Frétt mbl.is: Hleraði tugi milljóna símtala

Franski forsætisráðherrann, Jean-Marc Ayrault.
Franski forsætisráðherrann, Jean-Marc Ayrault. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka