Parið ákært fyrir mannrán

Stúlkan er kölluð Maria og er talin fjögurra ára.
Stúlkan er kölluð Maria og er talin fjögurra ára. AFP

Parið sem litla stúlkan Maria fannst hjá á Grikklandi í síðustu viku hefur verið ákært fyrir mannrán. Parið, 40 ára kona og 39 ára karlmaður, mættu fyrir dómara í dag. Þetta kemur fram í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Í frétt BBC segir að þau muni nú svara fyrir þær sakir sem á þau eru bornar. Fjölmenni er fyrir utan dómshúsið. Þar eru meðal annars ættingjar fólksins og fjölmiðlamenn.

Stúlkan er kölluð María en hún fannst á meðal rómafólks í nágrenni bæjarins Farsala á miðvikudag í síðustu viku. Grunur vaknaði um að hún væri ekki dóttir parsins og sannaði DNA-próf að hún var ekki skyld þeim. Alþjóðleg leit er nú hafin að líffræðilegum foreldrum stúlkunnar.

Lögmaður parsins segir að þau taki þátt í leit að móður stúlkunnar. Hann segir parið fullyrða að móðirin hafi gefið þeim stúlkuna þar sem hún gat ekki séð fyrir henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert