Parið neitar að hafa rænt Mariu

Eleftheria Dimopoulou og Hristos Salis ásamt Mariu litlu.
Eleftheria Dimopoulou og Hristos Salis ásamt Mariu litlu. Sky-sjónvarpsstöðin

Parið sem ákært er fyrir að hafa rænt Mariu, stúlku sem fannst hjá þeim í búðum rómafólksins á Grikklandi, neitar sök. Parið mætti fyrir dómara í dag og var þar formlega ákært fyrir mannrán. Þetta kemur fram í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar.

Fjölmenni er nú fyrir utan dómshúsið í Grikklandi. Þar eru meðal annars ættingjar fólksins og fjölmiðlafólk. Stúlkan dvelur enn á spítala en heimildir herma að henni líði vel. Þeim Hristos Salis og Eleftheria Dimopoulou var fylgt inn um bakdyr dómhússins fyrr í dag. Fjölmiðlar fengu ekki að koma inn í dómssalinn.

Parið hefur meðal annars haldið því fram að líffræðileg móðir stúlkunnar hafi gefið þeim barnið þar sem hún hafi ekki getað séð fyrir stúlkunni. Þau neita sök, segjast ekki hafa rænt ekki og þá heldur ekki falsað skjöl með persónuupplýsingum stúlkunnar.

Einn lögfræðinga parsins segir að ættleiðing hafi átt sér stað, hún hafi í raun ekki verið alveg lögleg, en hún hafi verið gerð með vilja líffræðilegu móður stúlkunnar. Dómurinn mun ákveða hvort parinu verði haldið í gæsluvarðhaldi eða sleppt gegn tryggingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert