Hvíta ekkjan samdi ljóð um Bin Laden

Hvíta ekkjan.
Hvíta ekkjan. -

Bretinn Samantha Lewthwaite sem kölluð er hvíta ekkjan samdi ljóð um Osamba bin Laden þar sem hún lofar hann. Lewthwaite er grunuð um að hafa tekið þátt í að skipuleggja hryðjuverkin í Kenía. Í ljóðinu segir hún að al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin séu sterkari og grimmari en nokkru sinni.

Í ljóðinu lofar hún því að halda áfram baráttunni á vesturlöndum.

Ljóðið er 34 línur og fannst í tölvu Lewthwaite sem gerð var upptæk af lögreglu í Kenía eftir hryðjuverkin. Þar segir hún m.a. að ást hennar á manninum sem skipulagði hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001, sé engu lík. Þá segir hún að eftir dauða hans verði aðrir að halda áfram að berjast.

Eiginmaður Lewthwaite tók þátt í hryðjuverkunum í London 7. júlí árið 2005. Þau áttu tvö börn saman.

Hún hefur hins vegar dvalið í Austur-Afríku undanfarna mánuði og er sögð hafa tengsl við Shabab-hryðjuverkahópinn frá Sómalíu sem ber ábyrgð á árásinni á verslunarmiðstöðina í Naíróbí.

Frétt Sky um ljóðið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert