Foreldrar stúlku sem hvarf í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum segja að Mariu, stúlkunni sem fannst á Grikklandi, svipi til dóttur þeirra, Lisu. Stúlkan var aðeins 11 mánaða þegar hún hvarf. Ábending foreldranna er ein þeirra fjögurra ábendinga sem borist hafa frá einstaklingum í Bandaríkjunum vegna málsins.
Foreldrar Lisu Irwin, stúlku sem var 11 mánaða er hún hvarf í október árið 2011, hafa nú haft samband við yfirvöld á Grikklandi í von um að Maria geti verið dóttir þeirra. Foreldrarnir telja að stúlkunni hafi verið rænt og hafa þegar heitið hárri peningaupphæð fyrir þann gefur vísbendingu sem leiðir til þess að þau finna dóttur sína. Bandaríska stúlkan yrði þriggja ára í nóvember en lögregla á Grikklandi telur að María sé fimm eða sex ára.
Fjölskylda Lisu sendi hafði samband við Sky-sjónvarpsstöðina í gegnum tölvupóst. Þau sögðust hafa haft samband við lögreglu á Grikklandi vegna þess að Mariu svipaði til dóttur þeirra. Foreldarnir bíða nú eftir svari frá Grikklandi.
Frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar.