Primark borgar fórnarlömbunum bætur

Primark rekur 258 verslanir í Evrópu.
Primark rekur 258 verslanir í Evrópu.

Verslunarkeðjan Primark ætlar að borga auka bætur til fórnarlamba verksmiðjunnar sem hrundi í Bangladess í apríl. Yfir þúsund létust í slysinu og margir slösuðust alvarlega.

Primark var meðal þeirra fyrirtækja sem seldi vörur sem framleiddar voru í verksmiðjunni. Yfirmenn verslunarkeðjunnar hafa nú ákveðið að borga auka bætur til um 3.600 fórnarlamba og fjölskyldna þeirra. 

Primark er með 258 verslanir um alla Evrópu. Fyrirtækið hefur þegar greitt bætur til um 550 starfsmanna verksmiðjunnar. 

En nú ætlar Primark að ganga lengra og greiða 3.600 manns sem unnu í verksmiðjunni þriggja mánaða laun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert