Rífa Sandy Hook skólann

Verið er að rífa byggingu Sandy Hook grunnskólans í Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum, en 20 börn og sex starfsmenn skólans létust þar í desember í fyrra þegar vopnaður maður réðist inn í skólann.

Skólastarf í Newtown hófst aftur nágrannabænum Monroe um þremur vikum eftir að Adam Lanza réðist inn í Sandy Hook-skólann og skaut á nemendur og starfsmenn. Aldrei kom til greina að hefja skólastarf í byggingunni þar sem voðaverkið var framið.

Í gær hófst vinna við að rífa og fjarlægja skólabygginguna, en hún er rúmlega 50 ára gömul. Reiknað er með að um fjórar vikur taki að fjarlægja bygginguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka