Tveir hermenn í Kenía hafa verið reknir úr hernum þar í landi vegna þjófnaðar úr verslunum í verslunarmiðstöðinni Westagate á meðan umsátri hersins stóð eftir árás hryðjuverkamanna. Hermennirnir verða ákærðir og réttað verður yfir þeim við herdómstól.
Á upptökum öryggismyndavéla sást til hermanna að ræna verslanir á meðan umsátrinu stóð. Yfirmaður hersins reyndi að verja þá en nú hefur verið tekin ákvörðun um að reka tvo hermenn vegna málsins.