Hrossakjöt fannst í nautakjöti

Nautakjöt.
Nautakjöt. AFP

Nautakjöt hefur nú verið tekið úr hillum verslana í Bretlandi eftir að í ljós kom að kjötið innhélt hrossakjöt. Kjötið var framleitt í Rúmeníu í janúar á þessu ári og flutt til Bretlands. Upp komst um hrossakjötið við reglulegt eftirlit, en ekki kom fram í innhaldslýsingu kjötsins að það innihéldi einnig hrossakjöt. Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá þessu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hrossakjöt finnst í vöru sem sögð er innihalda nautakjöt. Hefur það meðal annars fundist í lasanja, í dönskum pítsum og sænskum kjötbollum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka