Fjölmargir hryðjuverkamenn féllu

AFP

Her Keníu hefur gert loftárás á búðir Shebab hryðjuverkasamtakanna í suðurhluta Sómalíu og segir í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Keníu að fjölmargir hryðjuverkamenn hafi fallið í árásunum.

Liðsmenn Shebab samtakanna báru ábyrgð á árásinni í verslunarmiðstöðinni í Naíróbí, höfuðborg Keníu.

Segir í tilkynningu að búðir Shebab hafi verið gjöreyðilagðar en þær voru staðsettar í Dinsoor héraði, í um 300 km fjarlægð frá höfuðborg Sómalíu, Mogadishu.

Yfir 300 menn voru í búðunum þegar árásin var gerð og lést stór hluti þeirra en aðrir eru sárir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert