Fjórir ákærðir vegna árásar í Naíróbí

Fjórir hafa verið ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkaárásinni í Westgate-verslunarmiðstöðinni í Naíróbí, höfuðborg Kenía í september. Alls létust 67 í árásinni. 

Yfirvöld í Kenía segja að fjórmenningarnir séu erlendir ríkisborgarar. Þeir hafa verið ákærður að aðstoða hryðjuverkahópa og fyrir að hafa verið ólöglega í landinu. Fjallað er um þetta á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að ekki sé búið að greina frá þjóðerni ákærðu, en talið er að þeir séu frá Sómalíu.

Þetta eru fyrstu ákærurnar sem eru gefna úr í tengslum við árásina sem var gerð 21. september. Hún stóð alls yfir í fjóra daga. 

BBC segir að hinir ákærðu heiti Mohammed Ahmed Abdi, Liban Abdullah, Adnan Ibrahim og Hussein Hassan.

Mennirnir, sem hafa ekki fengið verjendur, hafa allir lýst yfir sakleysi, en þeir eru einnig sakaðir um að hafa komist yfir fölsuð persónuskilríki. 

Enginn fjórmenninganna er hins vegar sakaður um að hafa verið á meðal byssumannanna sem voru inni í verslunarmiðstöðinni. 

Einn byssumannanna sem réðust á gesti Westgate sést hér á …
Einn byssumannanna sem réðust á gesti Westgate sést hér á mynd sem eftirlitsmyndavélakerfi verslunarmiðstöðvarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert