Réttað yfir Morsi

Stuðningsmaður Mohamed Morsi fyrir utan réttarsalinn í Kaíró í morgun.
Stuðningsmaður Mohamed Morsi fyrir utan réttarsalinn í Kaíró í morgun. AFP

Réttarhöld yfir Mohamed Morsi, sem var steypt af stóli forseta Egyptalands í sumar, hófust í morgun. Er Morsi sakaður um að bera ábyrgð á dauða mótmælenda. Óttast er að blóðbað fylgi réttarhöldunum en stuðningsmenn Morsis og Bræðralags múslíma voru mættir fyrir utan réttarsalinn í morgun.

Stuðningsmenn Morsis saka herforingjastjórnina sem nú ræður ríkjum í Egyptalandi um að hafa skáldað upp ákærur á hendur Morsi. Hvetja þeir fólk til að taka þátt í mótmælum  gegn hernum.

Flogið var með Morsi til Kaíró, þar sem réttarhöldin fara fram, með þyrlu í morgun. Fjórtán aðrir eru einnig ákærðir í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert