Michelle Knight hefur nú tjáð sig opinberlega um það hvernig hún var bundin og kefluð á meðan strætóbílstjórinn Ariel Castro, sem rændi, pyntaði og nauðgaði henni og tveimur öðrum konu í um áratug á heimili sínu. Hann er nú látinn, en Castro svipti sig lífi í klefa sínum í fangelsi.
Knight kom fram í þætti Dr Phil. Þar sagði hún frá því hvernig henni hefði verið refsað eftir að reyna að brjóta upp lás í von um að geta flúið. Þá límdi Castro einnig fyrir munn hennar svo hún gæti ekki kallað á hjálp. „Ég var bundin eins og fiskur, eins og skrautgripur á veggnum. Ég get aðeins lýst því þannig,“ sagði Knight í þættinum. Hún lýsti því einnig hvernig Castro notaði appelsínugula framlengingarsnúru til að binda háls hennar, hendur og fætur áður en hann hengdi hana upp á vegg.
Konan lýsti andlegri, líkamlegri og kynferðislegri misnotkun sem hún varð fyrir þessi ár og pyntingum, en stundum var hún vikum saman í keðjum. Knight var rænt í ágúst árið 2002 þegar hún var 20 ára gömul.
Frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar.