„Ég var bundin eins og fiskur“

Michelle Knight við réttarhöldin yfir kvalara sínum, Ariel Castro.
Michelle Knight við réttarhöldin yfir kvalara sínum, Ariel Castro.

Michelle Knig­ht hef­ur nú tjáð sig op­in­ber­lega um það hvernig hún var bund­in og kefluð á meðan strætóbíl­stjór­inn Ariel Castro, sem rændi, pyntaði og nauðgaði henni og tveim­ur öðrum konu í um ára­tug á heim­ili sínu. Hann er nú lát­inn, en Castro svipti sig lífi í klefa sín­um í fang­elsi.

Knig­ht kom fram í þætti Dr Phil. Þar sagði hún frá því hvernig henni hefði verið refsað eft­ir að reyna að brjóta upp lás í von um að geta flúið. Þá límdi Castro einnig fyr­ir munn henn­ar svo hún gæti ekki kallað á hjálp. „Ég var bund­in eins og fisk­ur, eins og skraut­grip­ur á veggn­um. Ég get aðeins lýst því þannig,“ sagði Knig­ht í þætt­in­um. Hún lýsti því einnig hvernig Castro notaði app­el­sínu­gula fram­leng­ing­ar­snúru til að binda háls henn­ar, hend­ur og fæt­ur áður en hann hengdi hana upp á vegg.

Kon­an lýsti and­legri, lík­am­legri og kyn­ferðis­legri mis­notk­un sem hún varð fyr­ir þessi ár og pynt­ing­um, en stund­um var hún vik­um sam­an í keðjum. Knig­ht var rænt í ág­úst árið 2002 þegar hún var 20 ára göm­ul.

Frétt Sky-sjón­varps­stöðvar­inn­ar.

Ariel Castro.
Ariel Castro.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka