Öflugur jarðskjálfti gekk yfir austurhluta Japans í kvöld og þar á meðal höfuðborgina Tókíó. Skjálftinn, sem var af stærðinni 5,5, átti sér stað um klukkan hálf ellefu í kvöld að íslenskum tíma en upptök hans var norður af höfuðborginni á um 70 kílómetra dýpi.
Fram kemur í frétt AFP að Fukushima-kjarnorkuverið, sem varð illa úti í jarðskjálfta árið 2011, hafi skolfið í jarðskjálftanum en ekki er vitað til þess að hann hafi haft valdið tjóni á því.