Upptaka af aðgerðum Rússa birt

Grænfriðungar hafa gert opinbera upptöku af því þegar öryggissveitir Rússa taka yfir skip þeirra, Arctic Sunrise, í september síðastliðnum. Var það gert eftir að Grænfriðungar reyndu að klifra upp á rússneskan olíuborpall í Norður-Íshafi.

Sjá má meðlimi Grænfriðunga með hendur á lofti þegar þyrla Rússa sveimar yfir skipinu og vopnaðir sérsveitarmenn eru látnir síga niður í skipið. 

Skipið var í kjölfarið dregið til hafnar í Múrmansk og eiga þrjátíu Grænfriðungar yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi fyrir fyrir óspektir og spellvirki. 

Þó er gert ráð fyrir að kveðinn verði upp úrskurður hjá Alþjóðlega hafréttardómnum 22. nóvember næstkomandi um hvort Rússum beri að láta Grænfriðungana lausa úr haldi. Rússar segjast reyndar ekki viðurkenna hafréttardóminn.

30 grænfriðungar handteknir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert