Biðu í röð eftir borgarstjóra-dúkkunni

Dúkkan er töluvert myndarlegri en borgarstjórinn er í raun og …
Dúkkan er töluvert myndarlegri en borgarstjórinn er í raun og veru. AFP

Kan­ada­menn biðu í röðum í ráðhúsi Toronto-borg­ar eft­ir að kaupa dúkku í líki hins lit­skrúðuga borg­ar­stjóra, Rob Ford. Marg­ir hafa farið fram á að Ford segi af sér vegna ým­issa mála sem upp hafa komið und­an­farið sem m.a. tengj­ast áfeng­is- og fíkni­efna­notk­un hans.

Dúkk­an hef­ur skemmti­legt vagg­andi höfuð og hafa 300 stykki þegar verið boðin til sölu fyr­ir um 19 doll­ara hver. And­virði söl­unn­ar renn­ur til góðgerðar­mála. Dúkk­urn­ar eru áritaðar af borg­ar­stjór­an­um.

„Það er gjafa­búð í þess­um sirk­us,“ sagði fast­eigna­sal­inn Col­by Bayne, sem beið í um klukku­stund til að geta keypt dúkk­una.

„Ég er ekki viss um að þetta hafi verið þess virði,“ sagði John Row­land sem var þriðji í röðinni er sal­an á dúkk­unni hófst. Dúkk­an hef­ur fengið nafnið Robbie­Bobbie.

Rob Ford er und­ir mikl­um þrýst­ingi að segja af sér og leita sér aðstoðar eft­ir að hafa m.a. viður­kennt að hafa reykt krakk. 

En svo virðist sem allt um­talið hafi ekki haft áhrif á vin­sæld­ir hans því nú sýna skoðanakann­an­ir að stuðning­ur við borg­ar­stjór­ann um­deilda hef­ur auk­ist. Borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar eru á næsta ári og ætl­ar Ford að halda sínu striki og bjóða sig fram.

Marg­ir sem biðu í röðinni í dag segj­ast ætla að selja dúkk­urn­ar aft­ur og fá gott verð fyr­ir þær. Aðrir sögðust ætla að gefa þær í jóla­gjöf.

Rob Ford.
Rob Ford. nymag.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert