Villtar nætur með vændiskonum

Rob Ford er borgarstjóri Toronto í Kanada. Mynd fengin af …
Rob Ford er borgarstjóri Toronto í Kanada. Mynd fengin af heimasíðu borgaryfirvalda í Toronto.

Rob Ford, borg­ar­stjóri Toronto í Kan­ada, er enn á ný í vond­um mál­um. Hann er nú sagður hafa neytt kókaíns og skemmt sér með vænd­is­kon­um. Þetta kem­ur fram í gögn­um sem dóm­ari í Ont­ario gerði op­in­ber í dag í tengsl­um við lög­reglu­rann­sókn á mál­um borg­ar­stjór­ans. Ford neit­ar staðfast­lega að stíga til hliðar.

Borg­ar­ráð Toronto samþykkti í dag að fara fram á það að Ford hætti sem borg­ar­stjóri. Sú ákvörðun ráðsins er ekki bind­andi.

Borg­ar­ráðið kom sam­an til fund­ar í dag í fyrsta sinn eft­ir að Ford játaði í síðustu viku að hafa reykt krakk. Ford kom fyr­ir ráðið og sagði rétt að hann hefði keypt ólög­leg fíkni­efni á síðustu tveim­ur árum. En hann neitaði því staðfast­lega að vera fík­ill.

Í gögn­un­um sem birt voru í dag og sagt er m.a. frá í New York Times, kem­ur fram að Ford hafi tekið hið ávana­bind­andi verkjalyf oxycont­in, lagt lag sitt við vænd­is­kon­ur, ekið und­ir áhrif­um og látið starfs­fólk sitt kaupa vín handa sér. Margt fleira kem­ur þar fram.

Skjöl­in telja um 500 blaðsíður og eru sam­an­safn ásak­ana á hend­ur hon­um. Eng­ar þeirra hafa verið sannaðar fyr­ir dóm­stól­um enn sem komið er. Gögn­in voru hins veg­ar notuð til að fá leit­ar­heim­ild í rann­sókn lög­regl­unn­ar á meint­um fíkni­efna­sala, Al­ess­andro Lisi.

Í gögn­un­um draga Earl Provost, starfs­manna­stjóri Fords, og fyrr­ver­andi sam­starfs­menn hans, þeir Brooks Barnett og Isaac Ran­som, upp mjög svo lif­andi mynd af kvöldi einu árið 2012, á degi heil­ags Pat­reks.

Starfs­menn­irn­ir þrír voru að skemmta sér með Ford. Kvöldið hófst með gleðskap í ráðhús­inu. Er Ran­som kom sá hann smá­vaxna, ljós­hærða og blá­eygða konu á skrif­stof­unni. Hann tel­ur að hún hafi verið vænd­is­kona og heita Al­ana.

Ran­som sagði lög­regl­unni að það hafi lengi verið orðróm­ur á kreiki um að Ford hefði „notað fylgd­ar­kon­ur og vænd­is­kon­ur“ og að Al­ana hafi áður sést í hans fé­lags­skap. Þetta kvöld hafi  hún haft hass og marijú­ana meðferðis. Hann seg­ir að Ford hafi viljað neyta efn­anna en að starfs­fólk hans hefði komið í veg fyr­ir það.

Ran­som seg­ir að í par­tí­inu hafi Ford klárað flösku af vod­ka áður en hann tók leigu­bíl á bar­inn Bier Markt og hélt þar áfram að drekka í einka­her­bergi.

Sá sem sá um veit­ing­ar í veisl­unni á Bier Mar­ket fór einnig í skýrslu­töku til lög­regl­unn­ar og sagði frá því að hann hafi orðið vitni að því er Ford og ein kona tóku ein­hver efni í nefið í einka­her­berg­inu. Hann seg­ir að Ford hafi bannað sér að segja frá nokkru sem hann sá þetta kvöld.

Annað vitni sagðist hafa séð Ford taka Oxycont­in um kvöldið.

Að þessu loknu færðist gleðskap­ur­inn enn á ný í ráðhúsið og þar er Ford sagður hafa brostið í óstöðvandi grát. Fyr­ir utan allt þetta er hann sagður hafa upp­nefnt leigu­bíl­stjór­ann og veit­inga­mann­inn sem og konu sem vann í ráðhús­inu sem ör­ygg­is­vörður.

Að lok­um reyndu sam­starfs­fé­lag­ar Ford að koma hon­um í leigu­bíl og senda hann heim. Hann hlýddi því ekki held­ur fór í sinn eig­in bíl og ók á brott. Ók hann næst­um því utan í leigu­bíl­inn fyr­ir utan ráðhúsið.

Ran­som seg­ir að Ford hafi síðar sagt að hann myndi ekk­ert eft­ir þessu kvöldi.

Í skjöl­un­um kem­ur einnig fram að Ford hafi mis­notað starfs­fólk sitt og látið það kaupa fyr­ir sig ým­is­legt til heim­il­is­ins og einka­nota.

Á borg­ar­ráðsfund­in­um í dag neitaði Ford að hætta sem borg­ar­stjóri. Þá sagðist hann held­ur ekki ætla að taka sér leyfi frá störf­um.

Myndband náðist af Ford taka æðiskast.
Mynd­band náðist af Ford taka æðisk­ast. AFP
Tom Ford stendur sjálfur fyrir sölu á dúkku af sér. …
Tom Ford stend­ur sjálf­ur fyr­ir sölu á dúkku af sér. And­virðið renn­ur til góðgerðar­mála. AFP
Rob Ford.
Rob Ford. nymag.com
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert