Rob Ford biðst afsökunar á munnmaka-ummælum

Rob Ford, borgarstjóri Toronto í Kanda, (annar frá vinstri) virðist …
Rob Ford, borgarstjóri Toronto í Kanda, (annar frá vinstri) virðist einkar laginn við að koma sér í vandræði. AFP

Rob Ford, borg­ar­stjóri Toronto í Kan­ada, hef­ur beðist af­sök­un­ar á rudda­leg­um um­mæl­um sem hann lét falla í beinni sjón­varps­út­send­ingu þegar hann neitaði að hafa boðist til að stunda munn­mök með sam­starfs­konu sinni.

Ford, sem er afar um­deild­ur, seg­ist hafa í sam­tali við fjöl­miðla notað „óafsak­an­legt orðbragð“.

Hann hef­ur jafn­framt hótað að fara í mál við fyrr­um starfs­menn sem hafa stigið fram til að tjá sig um neyslu Fords á áfengi og fíkni­efn­um, að því er seg­ir á vef breska rík­is­út­varps­ins. 

Þetta er nýj­asta hneykslis­málið sem hinn 44 ára borg­ar­stjóri er nú flækt­ur í, en hann viður­kenndi í síðustu viku að hann hefði reykt krakk. 

Fram kem­ur í lög­reglu­skýrsl­um, sem voru birt­ar á miðviku­dag, að sam­starfs­menn borg­ar­stjór­ans hefðu sakað Ford um að aka bif­reið und­ir áhrif­um áfeng­is, kynþátt­aníð, hót­an­ir gagn­vart starfs­fólki, fyr­ir að hafa átt í sam­bandi við meinta vænd­is­konu og fyr­ir að hafa tjáð sig með kyn­ferðis­leg­um hætti gagn­vart sam­starfs­konu. 

Ford sagði við blaðamenn í gær­morg­un að þess­ar ásak­an­ir væru „hrein og klár lygi“. Hann viður­kenndi aft­ur á móti að hann hefði mögu­lega ekið bif­reið eft­ir að hafa drukkið áfengi. 

Frétta­menn tóku hins veg­ar and­köf þegar Ford missti al­gjör­lega stjórn á sér og hafði uppi mjög dóna­leg og rudda­leg um­mæli er hann neitaði að hafa í eitt skipti boðist til að eiga munn­mök við fyrr­ver­andi sam­starfs­konu sína. 

Ford, sem er faðir tveggja lít­illa barna, sagði að hann væri „ham­ingju­sam­lega gift­ur“ og sagði mjög rudda­lega að hann stundaði al­veg nóg af munn­mök­um heima hjá sér. 

Síðar í gær kom Ford op­in­ber­lega fram með eig­in­konu sína, Renötu Ford, sér við hliið til að biðjast af­sök­un­ar á þess­um um­mæl­um sín­um.

Hann sagði að það hefði verið sótt að sér og ef­ast um heiðarleika hans sem föður og eig­in­manns. Við það hefði hann snög­greiðst. 

„Um­mæli mín bera vott um full­komna hvat­vísi,“ sagði Ford. Hann upp­lýsti jafn­framt á blaðamanna­fund­in­um að hann hefði leitað sér aðstoðar hjá heil­brigðis­starfs­fólki. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert