Loka þurfti tæplega 140 fataverksmiðjum í Bangladess í dag en þúsundir verkamanna taka þátt í aðgerðum þar sem bágum kjörum starfsfólks í fataverksmiðjum er mótmælt.
Hvergi í heiminum eru laun verkafólks jafn lág og í Bangladess og verksmiðjurnar eru oft slysagildrur. 1135 létust í apríl þegar Rana Plaza verksmiðjan hrundi í úthverfi höfuðborgar landsins.