Nær valdalaus borgarstjóri

00:00
00:00

Borg­ar­stjórn Toronto í Kan­ada hef­ur samþykkt að svipta Rob Ford borg­ar­stjóra nær öll­um völd­um sín­um. Hann er rú­inn trausti eft­ir að upp­lýst var um vímu­efna­neyslu hans, en neit­ar að segja af sér.

Samþykkt borg­ar­stjórn­ar fel­ur m.a. í sér að Ford hef­ur ekki leng­ur neina aðkomu að fjár­mál­um borg­ar­sjóðs. Vara­borg­ar­stjóri mun sinna þess­um störf­um.

Ford læt­ur hins veg­ar ekki deiga síga og sagði í dag að hann myndi halda áfram að berj­ast fyr­ir rétti sín­um til að stýra borg­inni. Hann sagði borg­ar­stjórn­ina um vald­arán.

Þegar fjöl­miðlar birtu fyrst frétt­ir af því að til væri mynd­skeið sem sýndi Ford reykja krakk neitaði hann því harðlega. Hann viður­kenndi síðar að hafa reykt krakk, en sagði af og frá að hann væri háður fíkni­efn­um. Frá því þetta mál kom upp hafa fjöl­miðlar birt fleiri sög­ur af fram­komu hans, m.a. um áfeng­isneyslu og fram­komu við starfs­fólk borg­ar­inn­ar. Þá hafa viðbrögð Fords, eft­ir að málið kom upp, ekki bætt stöðu hans.

Ford er hins veg­ar ekki á því að gef­ast upp og sagði í dag eft­ir að samþykkt borg­ar­stjórn­ar lá fyr­ir: „Hver ein­asti ykk­ar hef­ur syndgað.“

Fyrr um dag­inn rakst Ford utan í Pam McConn­ell borg­ar­full­trúa þannig að hún féll í gólfið. Hún sást síðar bera ís­mola upp að vör­un­um.

Skoðanakann­an­ir sýna að um 3/​4 borg­ar­búa vilja að Ford segi af sér. Viðbrögð hans við þess­um töl­um er að hann sagðist vona að sá dag­ur kæmi að hann yrði for­sæt­is­ráðherra Kan­ada.

Ford á þó enn stuðning í borg­inni og hafa stuðnings­menn hann látið til sín taka. Ford mætti t.d. um helg­ina á iþrótta­leik hjá sínu liði og var vel fagnað.

Rob Ford borgarstjóri er ekki á því að gefast upp.
Rob Ford borg­ar­stjóri er ekki á því að gef­ast upp. GEOFF ROBINS
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert