Skaut ljósmyndara á ritstjórninni

Franska lögreglan við störf í París.
Franska lögreglan við störf í París. AFP

Ljósmyndari er í lífshættu eftir að óboðinn gestur skaut hann á ritstjórnarskrifstofum franska dagblaðsins Liberation.

Ljósmyndarinn var skotinn í brjóstkassann og magann og er ástand hans sagt mjög alvarlegt. Þetta staðfestir lögreglan.

Lögreglan hefur afgirt svæði umhverfis skrifstofubygginguna í miðborg Parísar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert