Ford segist hættur að drekka

Rob Ford, borgarstjóri í Toronto, ætlar að bæta sig og …
Rob Ford, borgarstjóri í Toronto, ætlar að bæta sig og hætta að drekka. GEOFF ROBINS

Rob Ford, borg­ar­stjóri í Toronto, seg­ist vera hætt­ur að drekka. Hann sagði í sjón­varpsþætti í gær að Jesús hefði vitr­ast hon­um.

Borg­ar­stjórn Toronto svipti Ford nær öll­um völd­um í gær. Ford neit­ar að segja af sér og sak­ar borg­ar­stjórn­ina um vald­arán.

Ford hef­ur viður­kennt að hafa reykt krakk eft­ir að hafa áður neitað að hafa gert það. Hann er einnig sakaður um að hafa átt viðskipti við vænd­is­kon­ur, hótað star­fólki og fleira.

Ford sagði í sjón­varpsþætti á CBC í gær­kvöldi að hann hefði ekki bragðað áfengi í þrjár vik­ur og að það væri ætl­un sín að láta það aldrei oft­ar inn fyr­ir sín­ar var­ir.

Ford sagði það niður­lægj­andi fyr­ir sig að þurfa að horf­ast í augu við að hann hefði brugðist fólki. Hann kenndi áfeng­inu um hvernig komið væri. Hann hefði drukkið óhóf­lega og hagað sér heimsku­lega.

Ford viður­kenndi að hafa keypt marijú­ana eft­ir að hann var kjör­inn borg­ar­stjóri, en neitaði því al­farið að hafa ekið ölvaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert