Ford segist hættur að drekka

Rob Ford, borgarstjóri í Toronto, ætlar að bæta sig og …
Rob Ford, borgarstjóri í Toronto, ætlar að bæta sig og hætta að drekka. GEOFF ROBINS

Rob Ford, borgarstjóri í Toronto, segist vera hættur að drekka. Hann sagði í sjónvarpsþætti í gær að Jesús hefði vitrast honum.

Borgarstjórn Toronto svipti Ford nær öllum völdum í gær. Ford neitar að segja af sér og sakar borgarstjórnina um valdarán.

Ford hefur viðurkennt að hafa reykt krakk eftir að hafa áður neitað að hafa gert það. Hann er einnig sakaður um að hafa átt viðskipti við vændiskonur, hótað starfólki og fleira.

Ford sagði í sjónvarpsþætti á CBC í gærkvöldi að hann hefði ekki bragðað áfengi í þrjár vikur og að það væri ætlun sín að láta það aldrei oftar inn fyrir sínar varir.

Ford sagði það niðurlægjandi fyrir sig að þurfa að horfast í augu við að hann hefði brugðist fólki. Hann kenndi áfenginu um hvernig komið væri. Hann hefði drukkið óhóflega og hagað sér heimskulega.

Ford viðurkenndi að hafa keypt marijúana eftir að hann var kjörinn borgarstjóri, en neitaði því alfarið að hafa ekið ölvaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert