Franska lögreglan hefur fundið tvö torskilin bréf sem geta mögulega varpað ljósi á ástæður þess að byssumaður, sem er nú í haldi lögreglu, framkvæmdi skotárásir nýverið í París, höfuðborg Frakklands.
Saksóknarar segja að í öðru bréfinu, sem Abdelhakim Dekhar skrifaði, hafi fordæmt fjölmiðlamisnotkun og kaptíalisma.
Hann var handtekinn í gær í kjölfar umfangsmikillar leitar.
Að sögn franskra yfirvalda var hann dæmdur í fangelsi árið 1998 vegna aðildar sinnar að skotárásum sem áttu sér stað í París.
Þegar honum var sleppt fluttist hann til Bretlands þar sem hann bjó í nokkur ár. Hann flutti aftur í Frakklands í júlí að sögn yfirvalda.
Leit að Dekhar stóð yfir í tvo daga. Hann fannst í kyrrstæðri bifreið í bílakjallara í gærkvöldi í kjölfar ábendingar sem barst lögreglu.
Annað bréfanna sem Dekhar skrifaði fannst í bílnum við hlið hans. Þar koma m.a. lýsingar á því hvernig eigi að jarðsetja hann. Karlmaður sem hýsti Dekhar afhenti lögreglu svo annað bréf, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.