Yfirvöld á Filippseyjum segja að staðfest hafi verið að 5.209 hafi látist þegar fellibylurinn Haiyan reið yfir landið þann 8. nóvember. Enn er rúmlega 1.600 saknað.
Haiyan lagði heilu bæina í rúst en vindhraðinn var meiri en nokkru sinni hefur mælst á landi. Uppbygging er að hefjast á þeim svæðum sem urðu verst úti í fellibylnum en ljóst að uppbyggingarstarfið mun taka langan tíma.
Enn hafa hundruð þúsunda Filippseyinga ekki fengið neina aðstoð, þrettán dögum eftir að hamfarirnar riðu yfir.