George Zimmerman, sem var sýknaður af ákæru um að hafa myrt hinn 17 ára Trayvon Martin var handtekinn fyrr í þessum mánuði vegna heimilisofbeldis. Hann hafði í fórum sínum 5 skotvopn og rúmlega 100 byssuskot þegar hann var handtekinn. Þetta kom fram í dómskjölum.
Zimmerman var með haglabyssu, AR-15 riffil og þrjár skammbyssur í fórum sínum. AR-15 rifflar eru borgaralega útgáfan af M-16 rifflum bandaríska hersins þegar hann var handtekinn á heimili kærustu sinnar, Samantha Scheibe.
Scheibe segir að Zimmerman hafi beint haglabyssunni að sér þegar þau rifust, og notað hana til að mölva kaffiborð. Zimmerman gengur laus eftir að hafa greitt 9.000 dollara í tryggingu. Hann má hins vegar ekki eiga skotvopn.
Mikil ólga var þegar Zimmerman var sýknaður af ákærunni um að hafa myrt Martin, en stuðningsmenn þess síðarnefnda segja árásina hafa stafað af því að Martin var þeldökkur. Zimmerman var á hverfisvakt þegar atvikið átti sér stað.