Níu létust í sprengjuárás í Kólumbíu

Örvætingafullur lögregluþjónn syrgir á rústum byggingarinnar sem sprengd var.
Örvætingafullur lögregluþjónn syrgir á rústum byggingarinnar sem sprengd var. Mynd/AFP

Níu eru látnir í sprengingu í Kólumbíu en forseti landsins hefur kallað sprenginguna hryðjuverkaárás. Af þeim látnu eru fimm hermenn, tveir lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar. Alls meiddist á þriðja tug manna í sprengingunni, en sprengjunni hafði verið komið fyrir í bifreið. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en forseti landsins hefur heitið um 15.500 bandaríkjadölum þeim sem getur upplýst stjórnvöld um það. Talið er líklegast að það sé hópur sem ber heitið FARC, herskár uppreisnarhópur í landinu. Hópurinn hefur verið í stríði við stjórnvöld í landinu allt frá árinu 1960 og barátta þeirra við stjórnvöld hefur oft á tíðum verið blóðug. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert