Pakistanska stúlkan Malala Yousafzai hvetur til þess að menntun verði sett í forgang hjá Alþjóðabankanum.
Yousafzai tók ásamt framkvæmdastjóra Alþjóðabankans, Jim Yong Kim, þátt í pallborðsumræðum á föstudag þar sem meðal annars var fjallað um áherslur Alþjóðabankans. Hún segir að Alþjóðabankinn eigi að setja menntamál barna í fyrsta sætið en í dag fer stór hluti af framlögum bankans í heilbrigðismál, til að mynda baráttu gegn AIDS í heiminum.
Að sögn Yousafzai myndi þetta hafa mikil áhrif á meðal annars barnaþrælkun, sölu á börnum og fátækt.