Fjölskylda Nelson Mandela, fyrrum forseta Suður-Afríku, sagðist í dag vera auðmjúk vegna alls fólksins, nokkurra þúsunda, sem minntust Mandela í kulda og rigningu í gær. „Við erum sérstaklega auðmjúk í ljósi þess að þúsundir manna létu rigningu og kulda ekki koma í veg fyrir að þau heiðruðu Mandela,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldunni.
Tugir þúsunda vottuðu samúð sína ásamt tæplega 100 þjóðarleiðtogum, en þeirra á meðal var Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.