Keypti sígarettur fyrir börn Nigellu

Nigella Lawson.
Nigella Lawson. AFP

Önnur fyrrum aðstoðarkona Nigellu Lawson segir að henni hafi verið leyft að kaupa sígarettur fyrir börn Nigellu. Sjónvarpskokkurinn frægi og fyrrverandi eiginmaður hennar, Charles Saatchi höfðuðu, en þau saka tvær aðstoðarkonur sínar um að stela af þeim miklum fjármunum með því að nota kreditkort þeirra í leyfisleysi.

Konurnar eru sakaðar um að hafa eytt peningum hjónanna fyrrverandi í rándýr flugfargjöld og ýmsan lúxusvarning. Þær neita báðar sök.

Aðstoðarkonan Elisabetta Grillo segir að Nigella hafi leyft börnum sínum að reykja kannabis og gefið annarri aðstoðarkonu sinni leyfi til að kaupa handa þeim sígarettur. Þetta kom fram við skýrslutökur fyrir dómi í dag þegar aðstoðarkonan var spurð út færslu vegna viðskipta á flugvelli í New York. „Þetta voru sígarettur fyrir börnin,“ sagði konan. „Ég keypti þær þarna og Nigella leyfði mér að kaupa þær.“

„Hvað í veröldinni hélst þú að þú værir að gera með því að kaupa sígarettur fyrir börn sem hafa ekki aldur til að kaupa þær sjálf,“ spurði saksóknari konuna. „Nú, ef Nigella Lawson leyfir þeim að reykja gras....,“ svaraði hún áður en dómari greip inn í.

Nigella játaði Í skýrslutöku fyrir dómi í síðustu viku að hafa neytt kókaíns.

Umfjöllun Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert