Lærifaðirinn var að semja við Kínverja

00:00
00:00

Jang Song-Thaek, sem kvænt­ur var frænku Kim Jong-Un, leiðtoga N-Kór­eu, stóð í samn­ingaviðræðum við stjórn­völd í Kína um að koma á fót tveim­ur sér­stök­um efna­hags­svæðum í N-Kór­eu. Talið er hugs­an­legt að þetta hafi átt þátt í að Jang var tek­inn af lífi.

Eng­inn veit með vissu hvað varð til þess að Jang féll í ónáð hjá Kim Jong-Un. Í frétt rík­is­frétta­stöðvar­inn­ar KCNA seg­ir að Jang hafi ætlað að steypa af stóli rík­is­stjórn lands­ins. Hann hafi ætlað að koma á fót „litl­um kon­ung­dæm­um“ og stuðla að „óeirðum“ í land­inu. Hann hafi einnig ætlað að taka völd­in á „mik­il­væg­um efna­hags­svæðum í land­inu“ og hann hafi und­ir­búið efna­hags­áætl­un sem hefði leitt til hörm­unga fyr­ir íbúa lands­ins.

Í ág­úst á síðasta ári fór Jang í op­in­bera heim­sókn til Kína þar sem hann hitti Hu Jintao, þáver­andi for­seta Kína. Í fram­hald­inu var und­ir­ritaður efna­hags­samn­ing­ur milli Kína og N-Kór­eu sem m.a. fól í sér að komið yrði á fót sér­stök­um efna­hags­svæðum í Ra­son, sem er á aust­ur­strönd N-Kór­eu og í Hwanggump­hyong, sem er á landa­mær­um ríkj­anna.

Lucy William­son, fréttamaður BBC í Seoul, höfuðborg S-Kór­eu, seg­ir að vanga­velt­ur séu um að Jang hafi orðið mjög hrif­inn af þeim efna­hags­fram­förum sem átt hafa sér stað í Kína.

Hún tel­ur þó að megin­á­stæðan fyr­ir falli Jang sé að hann hafi verið far­inn að ógna völd­um Kim Jong-Un.

Lee Jung-hoon, pró­fess­or í S-Kór­eu, seg­ir að þess­ir at­b­urðir sýni að mik­ill óstöðug­leiki ríki í N-Kór­eu. Það að Kim Joung-Un hafi verið til­bú­inn til að ganga svo langt að láta taka mág föður síns og læri­föður sinn af lífi sýni hvers kon­ar ástand ríki í land­inu.

Stjórnvöld í N-Kóreu birtu þessa mynd af Jang Song-thaek þegar …
Stjórn­völd í N-Kór­eu birtu þessa mynd af Jang Song-thaek þegar hann var leidd­ur fyr­ir rétt. Rodong Sin­mun / HANDOUT
Jang var handtekinn á fljölmennum fundi í N-Kóreu. Myndin var …
Jang var hand­tek­inn á fljöl­menn­um fundi í N-Kór­eu. Mynd­in var birt í rík­is­sjón­varpi lands­ins. YON­HAP
Þessi mynd sýnir Kim Jong-Un fylgjast með því þegar Jang …
Þessi mynd sýn­ir Kim Jong-Un fylgj­ast með því þegar Jang var hand­tek­inn á fundi í Komm­ún­ista­flokkn­um. KNS
Jang Song-Thaek stóð gjarnan við hlið Kim Il-Sung áður en …
Jang Song-Thaek stóð gjarn­an við hlið Kim Il-Sung áður en hann féll í ónáð. KNS
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert