Líkamsleifar Nelson Mandela eru nú komnar til heimabæjar hans Qunu þar sem hann verður jarðsettur á morgun. Kistan var flutt með flugvél til bæjarins og liggur fáni á kistunni, en hún verður borin af hermönnum að æskuheimili hans. Þjóðarsorg hefur verið í landinu frá andláti Mandela.
Þúsundir syrgjenda biðu komu Mandela og hermenn stóðu heiðursvörð. Margir klæðast bolum með myndum af Mandela og bjóða þjóðarhetjuna velkomna heim, stoltir og glaðir.
„Hann er loksins kominn heim til hvílu, ég get ekki lýst því hvernig mér líður,“ sagði hinn 31 árs gamli Bongani Zibi í samtali við AFP-fréttastofuna. „Hluti af mér er sorgmæddur en ég líka glaður vegna þess að hann hefur fundið frið.“
Frétt mbl.is: Tutu ekki boðið í jarðarförina.
Frétt mbl.is: Sungu eftirlætis sálma Mandela.