Sungu eftirlætis sálma Mandela

Trúarleiðtogar standa við kistu Nelsons Mandela í morgun.
Trúarleiðtogar standa við kistu Nelsons Mandela í morgun. AFP

Ekkja Nelsons Mandela sem og fyrrverandi eiginkona hans voru meðal þeirra sem vottuðu honum virðingu sína við athöfn í herstöð í nágrenni Pretoríu í Suður-Afríku snemma í morgun. Kista hans verður nú flutt að bernskuheimili hans skammt frá bænum Qunu þar sem hann mun hvíla.

Auk ekkjunnar Graca Machel og fyrrverandi eiginkonunnar Winnie Madikizela-Mandela voru aðrir ættingjar, stjórnmálamenn, m.a. forseti landsins, viðstaddir athöfn í herstöðinni í morgun.

Við athöfnina í morgun voru sungnir nokkrir af eftirlætis sálmum frelsishetjunnar. 

Er kista Mandela kemur til Qunu verður hún borin af hermönnum að æskuheimili hans. Þar verður 21 skoti hleypt af honum til heiðurs. Einnig munu flugvélar flughersins fljúga yfir.

Athöfnin hefst í fyrramálið kl. 6 að íslenskum tíma. Um 50 þúsund manns verða viðstaddir, m.a. Karl Bretaprins. Aðeins nánustu vinir og fjölskylda Mandela verða þó viðstaddir sjálfa greftrunina og fjölmiðlum verður ekki veittur aðgangur að henni.

Um 3.000 fjölmiðlamenn eru þó þegar komnir til Qunu.

Útförin verður að sið Xhosa-þjóðarinnar sem Mandela tilheyrði. Dýri verður m.a. slátrað sem er hefðbundinn siður í útförum Xhosa-fólksins.

Ekkja Mandela, Graca Machel, og fyrrverandi eiginkona hans, Winnie Mandela …
Ekkja Mandela, Graca Machel, og fyrrverandi eiginkona hans, Winnie Mandela Madikizela, við athöfnina í herstöðinni í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert