Tutu mætir í jarðarför Mandela

Desmond Tutu.
Desmond Tutu. AFP

Desmond Tutu erkibiskup í Suður-Afríku og vinur Nelsons Mandela til áratuga, mun mæta til útfarar hans á morgun en fyrr í dag sagði hann að honum hefði ekki verið boðið.

„Eins mikið og ég hefði viljað vera viðstaddur athöfnina og kveðja mann sem ég elskaði og dáði í hinsta sinn, þá hefði verið óvirðing við hann að gerast boðflenna. Athöfnin er eingöngu hugsuð fyrir fjölskylduna,“ sagði hann í dag.

Skjótt skipast veður í lofti og nú hefur borist tilkynning um að erkibiskupinn muni ferðast til heimabæjar Mandela, Qunu, snemma í fyrramálið og vera viðstaddur útförina sem fer fram í fyrramálið klukkan 6 að íslenskum tíma.

Frétt mbl.is: Tutu ekki boðið í jarðarförina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert