Nýtt hrossakjötshneyksli

AFP

Franska lögreglan hefur handtekið 21 í tengslum við rannsókn á því hvort nokkur hundruð hross sem voru í eigu lyfjafyrirtækja hafi verið seld í sláturhús. Um er að ræða hross sem notuð voru við lyfjarannsóknir en samkvæmt frétt í frönskum fjölmiðlum var hluti hrossanna í eigu Sanofi-lyfjafyrirtækisins. Upprunaskjöl dýranna höfðu verið fölsuð, samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar.

Fólkið var handtekið víða um Frakkland: í Languedoc-Roussillon, Provence-Alpes-Côte-d'Azur, Rhône-Alpes, Auvergne og Midi-Pyrénées, samkvæmt frétt Le Parisien.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert