Verk Zimmermans selt fyrir 11,6 milljónir

Verk Georgs Zimmerman.
Verk Georgs Zimmerman.

Málverk eftir George Zimmerman, sem skaut ungan blökkumann til bana í Bandaríkjunum í fyrra, var selt á eBay fyrir um 100 þúsund dollara, eða um 11,6 milljónir króna.

Verkið er af blaktandi bandarískum fána í bláum litum og á því stendur: „Guð, ein þjóð með fresli og réttlæti fyrir alla“.

96 buðu í verkið en að lokum var það selt fyrir 100.099.99 dali seint á sunnudag.

eBay neitar að gefa upp hver keypti verkið. 

Zimmerman hefur greint frá því að hann hafi byrjað að tjá sig og sínar tilfinningar.

„Með listinni get ég íhugað, fengið útrás,“ sagði hann. 

Zimmerman er þrítugur. Hann var við nágrannavörslu í Sanford í Flórída er hann skaut blökkupiltinn Trayvon Martin til bana, 26. febrúar árið 2012. Pilturinn var sautján ára og á heimleið eftir verslunarferð.

Zimmerman segist hafa elt Martin þar sem hann grunaði hann um aðild að ráni og að hann hefði skotið hann í sjálfsvörn.

Zimmerman var ákærður fyrir manndráp en var sýknaður í júní á þessu ári. Hann hefur síðan þá komist í kast við lögin, m.a. er hann miðaði byssu að kærustu sinni. Hún dró kæruna til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert