Bræðralag Múslima lýst hryðjuverkasemtök

Frá Egyptalandi í gær
Frá Egyptalandi í gær AFP

Stjórnvöld í Egyptalandi, sem tóku völd eftir valdarán hersins, hafa lýst Bræðralag Múslima, sem áður var við völd, hryðjuverkasamtök. Bræðrlaginu er kennt um mannskæða sprengjuárás á lögreglustöð í gær. Bræðralagið hefur á hinn bóginn fordæmt árásina.

Einn leiðtoga Bræðralagsins fordæmir þessa aðgerð stjórnvalda, og heitir því að mótmæli Bræðralagsins muni halda áfram.

Talið er að ákvörðun stjórnvalda muni þrengja enn stöðu Bræðralagsins. Mikil óöld hefur geisað í Egyptalandi frá því Mohamed Morsi forseta var steypt af stóli í júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert