Sprengja sprakk í strætisvagni

Sprengja sprakk um borð í strætisvagni í Kaíró, höfuðborg Egyptalands í dag. Að minnsta kosti fimm særðust í árásinni, ekki alvarlega.

Lögreglan rannsakar nú hvort sprengjan hafi verið skilin eftir vagninum eða hvort um misheppnaða sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. 

Mikið hefur verið um árásir í Egyptalandi undanfarið en í gær ákváðu stjórnvöld þar í landi að banna starfsemi Bræðralags múslíma og skilgreina hópinn sem hryðjuverkahóp. Bræðralagið er flokkur fyrrverandi forseta landsins, Mohameds Morsi.

Herinn tók völdin í landinu fyrr á þessu ári og ræður þar enn ríkjum.

Eldur var borinn að bílum í Kaíró á aðfangadag. Í …
Eldur var borinn að bílum í Kaíró á aðfangadag. Í dag sprakk sprengja í strætisvagni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert