Að minnsta kosti 148 stuðningsmenn Bræðralags múslíma voru handteknir í mótmælum í Egyptalandi í dag. Mótmæli voru skipulögð í mörgum borgum landsins.
Fyrr í vikunni bönnuðu stjórnvöld í landinu starfsemi Bræðralagsins og skilgreina þau nú þennan flokk forsetans fyrrverandi sem hryðjuverkasamtök.
Stuðningsmenn Mohameds Morsi, fyrrverandi forseta, eru afar ósátt við lagabreytinguna og hafa safnast saman á götum úti til mótmæla.