Eftir innleiðingu Danmerkur á reglum Evrópusambandsins mega bakstursvörur ekki innihalda meira en 15 míkrógrömm af kanil. Þetta þýðir að hinir hefðbundnu kanilsnúðar verða ólöglegir. Margir Danir eru ósáttir með þetta og krefjast þess að reglunum verði breytt. Reglurnar áttu að taka gildi um áramótin en dönsk yfirvöld hafa samþykkt að leyfa kanilsnúðana tímabundið fram í febrúar.
Þegar Svíar innleiddu þessa löggjöf skilgreindu þeir kanilsnúðana sem „hefðbundinn sænskan mat“ og er kanilsnúðurinn því undanþeginn þessum reglum. Norðmenn hafa farið svipaða leið.
Courmarin í kanil getur valdið lifrarskemmdum