Rannsóknarskipi sem setið hefur frosið fast í ísnum austur af Suðurskautslandinu frá því á jóladag verður vonandi bjargað úr prísundinni fljótlega en kínverskur ísbrjótur er á leið á svæðið.
Áhöfn rannsóknarskipsins segist nú sjá Snjódrekann, hinn kínverska ísbrjót, sem er á leið í gegnum ísinn.
Um borð í rannsóknarskipinu Shokalskiy eru 74 sem taka þátt í rannsóknarleiðangri í nágrenni Suðurskautslandsins. Til stóð að skipið myndi fara sömu leið og landkönnuðurinn Douglas Mawson fór fyrir öld, segir í frétt BBC um málið.