19 ára háskólanemi er látinn eftir að tveir stúdentar við skólann báru eld að byggingum skólans. Íkveikjumennirnir tveir eru meðlimir í bræðralagi múslima. Margir nemendur við skólann voru í lokaprófum þegar íkveikjan átti sér stað. Þegar lögregla kom á svæðið kom til átaka á milli þeirra og hóps stúdenta.
Ríkisstjórn Egyptalands lýsti í vikunni bræðralagi múslima sem hryðjuverkasamtökum. Öll mótmæli sem samtökin standa fyrir eru því ólögleg, og er lögreglunni heimilt að beita valdi til að leysa þau upp. Í gær létust þrír í átökum á milli meðlima bræðralagsins og annarra mótmælenda. Bræðralagið hefur gefið það út opinberlega að þeir virði bannið að vettugi, og að þeir muni áfram standa fyrir mótmælaaðgerðum gegn ríkisstjórninni.