139 stuðningsmenn í fangelsi

Frá mótmælum í Kaíró í Egyptalandi.
Frá mótmælum í Kaíró í Egyptalandi. AFP

Dómstóll í Egyptalandi dæmdi í dag 139 stuðningsmenn fyrrum forseta landsins, Mohamed Morsi, til tveggja ára fangelsisvistar. Stuðningsmennirnir hljóta dómana vegna ofbeldis við mótmæli í landinu í júlí fyrr á þessu ári og sitja þeir allir í gæsluvarðhaldi.

Herinn steypti Morsi af stóli þann 3. júlí síðastliðinn og hafa stuðningsmenn hans reglulega staðið fyrir mótmælum. Ofbeldi og átök hafa oftar en ekki fylgt mótmælunum.

Að minnsta kosti 148 stuðningsmenn Bræðralags múslíma voru handteknir í mótmælum í Egyptalandi síðastliðinn föstudag. Mótmæli voru skipulögð í mörgum borgum landsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert