Réttarhöldum Norðmannsins í Kongó frestað

Joshua French hér til vinstri, ásamt hinum látna Tjostolv Moland.
Joshua French hér til vinstri, ásamt hinum látna Tjostolv Moland. Mynd/AFP

Réttarhöldin yfir Norðmanninum Joshua French, sem ákærður er fyrir að hafa drepið félaga sinn, Tjostolv Moland, í fangelsi í Kongó. hefur verið frestað. Klukkan 9.00 í morgun hófust réttarhöldin formlega en eftir aðeins 20 mínútur kvartaði verjandi French yfir því hversu illa túlknum gekk að túlka frá frönsku yfir á norsku, og ákvað dómarinn þá að finna skyldi nýjan túlk og munu réttarhöldin hefjast að nýju á föstudaginn. 

Fulltrúar norsku utanríkisþjónustunnar segja það hafa verið augljóst að dómstúlkurinn í dag hafi ekki verið starfi sínu vaxin, og því sé mjög eðlilegt að nýr túlkur verði fenginn í starfið. 

Réttarhöldin áttu að vera utandyra

Réttarhöldin áttu raunar að hefjast enn fyrr í morgun en þeim var frestað um eina og hálfa klukkustund vegna þess að skipta þurfti um dómssal. Upprunalega átti málið að fara fram í dómstóli utandyra, en vegna rigningaspár var málið flutt í dómssal innandyra

Joshua French og Tjostolv Moland sátu báðir í fangelsi í Kongó. Þeir hlutu dauðadóma árið 2010 fyrir morð í landinu en engum dauðadómum hefur verið framfylgt í landinu frá árinu 2001 og sátu þeir í stað þess í fangelsi við afar lélegar aðstæður. Fyrr á þessu ári fannst svo Moland látinn í klefanum sínum og er French sakaður um að kyrkt hann. 

Frétt mbl.is: Fárveikur í fangelsi í Kongó

Frétt mbl.is: Norðmennirnir aftur dæmdir til dauða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert