Ford vill lögleiða maríjúana

Rob Ford
Rob Ford AFP

Rob Ford, bæj­ar­stjóri Toronto, sem hef­ur meðal ann­ars játað að hafa reykt krakk og verið grip­inn af lög­reglu í Flórída við marijú­anareyk­ing­ar, sagðist í dag vilja gera neyslu maríjú­ana órefsi­verða.

Hann seg­ir málið hafa verið um­deilt í Kan­ada í mörg ár. Landið hafi lög­leitt neyslu efn­is­ins í lækn­inga­skyni en yf­ir­völd vilji ekki lög­leiða eða gera neyslu þess órefsi­verða.

Ford hef­ur vakið nokkra at­hygli síðustu vik­ur og mánuði vegna mynda­banda sem birt hafa verið á net­inu af hon­um und­ir áhrif­um fíkni­efna og áfeng­is. Í kjöl­farið var hann svipt­ur nær öll­um form­leg­um völd­um í haust og þau fal­in vara­borg­ar­stjór­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert