Ford vill lögleiða maríjúana

Rob Ford
Rob Ford AFP

Rob Ford, bæjarstjóri Toronto, sem hefur meðal annars játað að hafa reykt krakk og verið gripinn af lögreglu í Flórída við marijúanareykingar, sagðist í dag vilja gera neyslu maríjúana órefsiverða.

Hann segir málið hafa verið umdeilt í Kanada í mörg ár. Landið hafi lögleitt neyslu efnisins í lækningaskyni en yfirvöld vilji ekki lögleiða eða gera neyslu þess órefsiverða.

Ford hefur vakið nokkra athygli síðustu vikur og mánuði vegna myndabanda sem birt hafa verið á netinu af honum undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Í kjölfarið var hann sviptur nær öllum formlegum völdum í haust og þau falin varaborgarstjóranum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert